Af gefnu tilefni

Í framhaldi af útgáfu kynningarblaðs Samfylkingarinnar í Skagafirði  fyrir þessar kosningar hefur sú umræða spunnist að það sé skrítið að tala um atvinnumál í blaði sem er prentað á Akureyri. Staðreynd málsins er hins vegar sú að eina prentsmiðjan í Skagafirði varð að gefa prentun blaðsins frá sér vegna manneklu, og vísaði á prentsmiðjuna Ásprent á Akureyri sem mögulega lausn á útgáfu blaðsins.

Við hefðum gjarna viljað að þetta blað væri prentað í heimabyggð einsog annað prentefni frá okkur, en það var því miður ekki hægt. Skagfirðingar geta ef þeir vilja komið og rætt við okkur um þetta sem og önnur mál á kosningaskrifstofunni okkar.

Samfylkingin í Skagafirði

Fleiri fréttir