Ástsæll kennari lætur af störfum
Helga Friðbjörnsdóttir, kennari við Varmahlíðarskóla, lætur nú af störfum eftir 36 ára nær óslitið starf við skólann. Við skólaslit s.l. föstudag voru Helgu þökkuð afar góð störf í gegnum sinn feril og gott samstarf.
Kveðjustundin sýndi svo ekki var um villst að Helga hefur verið einkar ástsæl ísem kennari og hún hefur skilað góðum og sterkum einstaklingum út í lífið. Hennar verður saknað af nemendum, samstarfsfólki og foreldrum. Fræðsluskrifstofa Skagafjarðar tekur á heimasíðu sveitarfélasgins undir þakkir til Helgu og færir henni góðar kveðjur með óskum um farsæld og gleði í framtíðinni.