Aukanámskeið í kransagerð
Á Facebook-síðu Farskólans segir að þann 13. september hafi verið haldið námskeiðið Að búa til þinn eigin krans og aðsóknin hafi verið frábær. Ákveðið var í framhaldi að setja á laggirnar þrjú aukanámskeið dagana 16. og 17. október á Sauðárkróki og 19. október á Skagaströnd. Það eru örfá sæti laus á þessi námskeið og um að gera að bregðast hratt við til að tryggja sér sæti.
Um er að ræða námskeið það sem þátttakendur fá fræðslu um blómakransa og kennd verða undirstöðuatriði í kransagerð og fá þeir að vefja sinn eigin krans. Þá verður langt áherslu á að nota hráefni úr náttúrunni og er það innifalið í verðinu. Þáttakendur fá svo að fara heim með sinn eigin krans að námskeiði loknu sem þeir geta svo notið í komandi jólastússi.
Leiðbeinandi: Alma Lilja Ævarsdóttir blómahönnuður. Eigandi blómaverkstæðisins Salvíu.
Hvar og hvenær:
Tvö aukanámskeið á Sauðárkróki 16 og 17.október.
Skagaströnd 19.október.
18:00-21:00
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér
Lengd: 3.klst
Verð: 32.000 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Fleiri fréttir
-
Á Þorláksmessudag kom út lag
Í dag Þorláksmessudag, var að koma út lag- Sigvaldi Helgi Gunnarsson einn af óskabörkum Skagafjarðar var að gefa út á öllum helstu streymisveitum lagið Jól einu sinni enn.Meira -
Drangey er og verður eign Skagfirðinga
Óbyggðanefnd kvað 22. desember 2025 upp úrskurði í þjóðlendumálum á eyjum og skerjum umhverfis landið, á svonefndu svæði 12 við málsmeðferð nefndarinnar. Um er að ræða síðustu úrskurði nefndarinnar.Meira -
Ný hringrásarverslun á Sauðárkróki
Eva Rún Dagsdóttir er 22 ára, dugleg, umhyggjusöm, jákvæð og lífsglöð íþróttakona frá Sauðárkróki sem opnaði nýverið verslun á Sauðárkróki. Feykir hafði samband við Evu Rún og forvitnaðist aðeins um þessa nýju búð.Meira -
Litrík veðurkort næstu daga
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 22.12.2025 kl. 14.45 gunnhildur@feykir.isVeðurkortin eru ansi litrík næstu daga, kannski ekki jólalegasta veðrið- rok og rigning en nú er vakin athygli á slæmri veðurspá fyrir Þorláksmessu fram til Jóladags.Meira -
JÓLIN MÍN | „Var örugglega jólaálfur í fyrra lífi“
Helena Mara Velemir býr á Skagaströnd með Elvari Geir, Láreyju Möru og hundinum Mola sæta. Spurð út í hvað hún vinni við þá segir hún að það fari eftir því hvaða dagur er.Meira
