Bílvelta á Vatnsskarði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
04.11.2011
kl. 23.30
Mbl.is segir frá því að jeppabifreið valt á Vatnsskarði rétt eftir klukkan hálfníu í kvöld. Tvennt var í bílnum og voru þau bæði flutt á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi en að sögn lögreglunnar á Blönduósi eru þau ekki slösuð.
Mikil ísing og hálka á þessum slóðum og er það talið vera orsök slyssins.
