Contalgen Funeral – Á túr
Hljómsveitin Contalgen Funeral heldur í tónleikaferð um Norðurland vestra dagana 17.-20. nóv. og spilar blússkotið kántrýrokk á Laugarbakka, Skagaströnd og Blönduósi og endar tónleikaferðina í heimabænum Sauðárkróki, sem jafnframt eru fyrstu tónleikar bandsins á heimaslóð.
- Fimmtudaginn 17. nóvember hefst túrinn í Félagsheimilinu á Laugarbakka kl 20:00.
- Föstudagur 18. nóvember verður hljómsveitin stödd í Eyvindarstofu á Blönduós kl 20:00 og í Kántrýbæ á Skagaströnd kl 23:00.
- Túrnum lýkur svo sunnudaginn 20. nóvember í Sauðárkrókskirkja kl 20:00.
- Aðgangseyrir er 500 kr. en frítt verður inn í Sauðárkrókskirkju í tilefni þess að þetta verða fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar í heimabæ, eins og segir í tilkynningu frá sveitinni.