„Ég er stolt af okkur!“

Melissa Garcia. MYND: DAVÍÐ MÁR
Melissa Garcia. MYND: DAVÍÐ MÁR

Lið Tindastóls bar sigurorð af ÍBV í Eyjum í gær og gerði Melissa Garcia bæði mörk Stólastúlkna í 1-2 sigri. Feykir bað Melissu að leik loknum að lýsa mörkunum sem hún gerði í Eyjum en hún sagði að þau hefðu bæði komið eftir frábærar sendingar, fyrst frá Aldísi en síðari Murr. „Ég tók hlaupin á nærstöngina í báðum mörkunum til að koma boltanum í netið. Bæði mörkin komu eftir frábæra uppbyggingu sem allt liðið átti þátt í að skapa.“

Ertu farin að finna þig betur í Bestu deildinni, er hún miklu erfiðari en Lengjudeildin?„Besta deildin er meiri áskorun en Lengjudeildin vegna þess að ég er ekki að spila mína náttúrulegu stöðu, sem er fínt því ég hef gaman af þeirri áskorun að vaxa sem leikmaður. Gæðin í Bestu deildinni er að draga fram það besta í okkur sem liði og einstaklingum.“

Hvernig var stemningin í hópnum að leik loknum?„Við vorum allar rosalega ánægðar. Vegna þess hversu miklu leikmenn fórnuðu til að komast í ferðina, hversu langt við þurftum að ferðast og að hafa spilað þrjá leiki á sjö dögum. Þetta hefur því verið frábær dagur og frábært að komast frá Eyjum með þrjú stig í farteskinu!“

Hvað heldurðu að þessi sigur gefi liðinu?„Þessi leikur var mikilvægur sigur fyrir okkur sem lið til að byggja á í framhaldinu og til að halda taktinum. Við höfum verið að spila frábæran fótbolta í síðustu tveimur leikjum í deildinni og erum að finna okkar leikstíl. Það sem gerir þetta lið sérstakt er að það er raunverulegt lið, hvort sem við vinnum eða töpum þá munum við alltaf gefa allt í leikinn. Ég er stolt af okkur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir