Einn glæsilegasti hópferðabíll landsins á Sauðárkrók

Suðurleiðir á Sauðárkróki fengu afhentan nýjan Setra fólksflutningabíl frá Öskju nú í vor en bílar af þessari tegund hafa löngum þótt vera í miklum metum hjá ökumönnum og rekstaraðilum um heim allan. Tekur Gísli Rúnar Jónsson eigandi Suðurleiða undir það og segir að farþegar hans séu mjög ánægðir að ferðast með bílnum.

Bíllinn er notaður undir hvers konar fólksflutninga sem til falla en hann tekur 51 farþega í sæti og mikið pláss er til staðar fyrir farangur. Allur aðbúnaður fyrir farþega og ökumann eru til mikillar fyrirmyndar, t.d. loftkæling, stillanleg sæti, borð, lesljós, salerni svo eitthvað sé talið. Bætist hann í vænan hóp fólksflutningabíla Suðurleiða sem nú telur 13 bíla. Hjá bílaumboðinu Öskju fengust þær upplýsingar að langt væri síðan nýr Setra bíll hefur verið afhentur af umboði hér á landi og vill Askja óska Gísla Rúnari og hans starfsmönnum til hamingju með einn glæsilegasta hópferðabíl landsins.

 

Fleiri fréttir