Eyjólfur og Ólafur stigahæstir á svæðamóti í bridge
Laugardaginn 5. nóvember var spilaður tvímenningur í bridge í bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Um var að ræða svæðamót Norðurlands vestra. Til leiks mættu 14 pör. Spilaðar voru 13 umferðir, 4 spil milli para eða 52 spil.
Úrslit urðu sem hér segir:
Röð Par: Stig
1 Eyjólfur Sigurðsson og Ólafur Sigmarsson 75
2 Reynir Helgason og Frímann Stefánsson 71
3 Björn Friðriksson og Björn G Friðriksson 47
4 Smári Víglundsson og Marinó Steinarsson 37
5 Jón Örn Berndsen og Ásgrímur Sigurbjörnsson 16