Fákaflug 2010 um Verslunarmannahelgina
Blásið verður til hestamannamóts og skemmtunar á Vindheimamelum um Verslunarmannahelgina en meðal skemmtikrafta verða Helgi Björns og reiðmenn vindanna, Hvanndalsbræður og Magni og stór hljómsveitin SSSól sem mun spila á dansleik á sunnudagskvöldinu.
Keppt verður í A og B flokki gæðinga, ungmenna, unglinga og barnaflokkum. Tölti, 100 metra skeiði og kappreiðum að ógleymdri kynbótasýningu.