Fékk skólastjórastöðu í Hvalfjarðarsveit
Jón Rúnar Hilmarsson skólastjóri Grunnskólans Austan vatna hefur verið ráðinn í stöðu skólastjóra við Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Samkvæmt fundargerð sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, frá 26. júní sl., var það einróma álit Fræðslu- og skólanefndar að Jón Rúnar væri hæfasti umsækjandinn um stöðu skólastjóra.