Gáfaðir Skagfirðingar óskast

 Ríkisútvarpið leitar nú til Sveitarfélagsins Skagafjarðar um aðstoð við að manna lið Skagafjarðar í spurningaþættinum Útsvari. Skagafjörður hefur nú í þrígang sent glæsilega fulltrúa í þáttinn sem vakið hefur mikla athygli og notið hefur mikilla vinsælda.

Sveitarfélagið leitar nú að aðilum til að verja heiður Skagafjarðar í þættinum, bæði er óskað eftir sjálfboðaliðum, sem og hugmyndum að þátttakendum.

Ábendingar óskast sendar til Áskels Heiðars í netfangið heidar@skagafjordur.is fyrir miðvikudaginn 1. september.

Fleiri fréttir