Gauti stökk 4,65m
Gauti Ásbjörnsson, Tindastól/UMSS, náði sínum besta árangri í stangarstökki, þegar hann varð í 2. sæti á frjálsíþróttamóti í Gautaborg sunnudaginn 6. júní. Gauti stökk 4,65m, en fyrir átti hann 4,50m utanhúss (2007) og 4,60m innanhúss (2010).
Árangur Gauta er besti árangur Íslendings það sem af er þessu ári, og skipar honum í 6. sæti á íslensku afrekaskránni frá upphafi.