Grindavík tekur á móti Stólunum í kvöld

Mynd: Siggi Photography - Mynd tekin á leik Tindastóls og Keflavíkur.
Mynd: Siggi Photography - Mynd tekin á leik Tindastóls og Keflavíkur.

Þeir sem ekki vita það vita það þá núna að Tindastóll á leik á móti Grindavík í HS orku höllinni kl. 19:15 í kvöld. Við hvetjum alla stuðningsmenn Tindastóls á stór Reykjavíkursvæðinu að bruna í Grindavík og styðja við strákana. Við hin þurfum bara að öskra á imbakassann eða fylgjast með stattinu og tökum svo við keflinu í næsta heimaleik sem verður ekki á verri endanum því Valur mætir á Krókinn 27. október. Sá leikur verður eflaust erfiðari fyrir okkar menn en leikurinn í kvöld því Grindavík hefur ekki unnið neinn leik, tapaði bæði á móti Álftanesi og Hetti. Það verður því alvöru stemning á Króknum eftir viku. Áfram Tindastóll!

Fleiri fréttir