Gulur rauður grænn og blár
Íbúar í Skagafirði búa sig nú undir lummudaga sem haldnir verða um helgina en samkvæmt spánni ætti hann að hanga þurr og því ætti lítið að verða því til fyrirstöðu að íbúar sleppi sér og skreyti bæ og fjörð í öllum regnbogans litum.
En svona til upprifjunar og ekki síður fyrir nýbúa þá er skiptingin eftirfarandi;
Hlíðahverfið: Gulur
Túnahverfið: Rauður
Gamli bær: Blár
Hólar: Grænn
Varmahlíð: Appelsínugulur
Hofsós: Fjólublár
Dreifbýlið: Bleikur