Hestamannafélagið Léttfeti frestar firmakeppni

Firmakeppni Léttfeta sem vera átti 22. maí hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna smitandi hósta sem nú herjar á hross. Firmakeppnin verður haldin þegar hestar hafa náð heilsu á ný og verður þá auglýst.

Félagsmót og úrtaka fyrir landsmót verður haldin 12. júní samkvæmt mótaskrá og þá er vonandi að pestin verði gengin yfir.

Fleiri fréttir