Húnavaka 17.-20. júlí

Húnavaka 2014 verður haldin dagana 17.-20. júlí næstkomandi á Blönduósi. Áður en formleg dagskrá hefst á fimmtudeginum verður haldið hjólabrettanámskeið miðvikudaginn 16. júlí, en það geta allir sótt sér að kostnaðarlausu. Um kvöldið munu bæjarbúar síðan skreyta hús sín og götur í öllum regnbogans litum.

Hátíðin verður sett formlega á fimmtudeginum kl. 18:30 fyrir framan Hafíssetrið á Blönduósi og Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar veitt. Að setningarathöfn lokinni verður haldið grillpartý í gamla bænum þar sem hver og einn kemur með mat á grillið. Um kvöldið verður svo farið í ýmsa leiki og hæfileikakeppni á milli hverfa.

Nóg verður um að vera alla helgina í tilefni Húnavöku og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskránna er hægt að sjá á facebook síðu hátíðarinnar, Húnavaka.

Fleiri fréttir