Karlakórinn Heimir á Austurvelli
Nú er viðburðaríku starfsári hjá Karlakórnum Heimi lokið, en kórinn lauk starfsári sínu með að taka þátt í hátíðarathöfninni á Austurvelli þann 17. júní sl. Í sömu ferð tóku þeir einnig þátt í hátíðardagskrá í Hörpu og sungu á dvalarheimilinu Grund.
Á heimleiðinni komu Heimismenn svo við á Akranesi og héldu tónleika í Tónbergi ásamt kirkjukór Akraness.
Hægt er að lesa nánar um starfsárið á vef kórsins, www.heimir.is
Karlakórinn heimir á Austurvelli 17. júní 2014. Ljósm./Valgeir Kárason