Körfuboltavöllurinn við Árskóla

Framkvæmdir hafa verið á körfuboltavellinum við Árskóla að undanförnu og hafa nú verið settar upp sex körfur, háar girðingar og yfirlag á völlinn. Feykir hafði samband við Indriða Þór Einarsson, sviðstjóra veitu- og framkvæmdasvið hjá sveitarfélaginu Skagafirði og spurðist fyrir um verkefnið.

Enn eru nokkur handtök eftir áður en völlurinn verður alveg tilbúinn en búið er að setja upp háar girðingar aftan við þær körfur sem snúa að Skagfirðingabraut og bílastæðinu við Árskóla til að varna því að boltar kastist út á þau svæði. Efnið sem lagt hefur verið á völlinn eru plastfísar, en þær eru sérhannaðar sem undirlag fyrir íþróttavelli og eru mýkri en malbikið sem er undir. Það ætti því að fara betur með líkamann að spila á þessu nýja yfirlagi.

-Körfuboltavöllurinn hjá Árskóla er kominn til að vera og þó hann tengist ekki Unglingalandsmótinu verður vissulega gaman að geta boðið gestum mótsins upp á að nota þennan glæsilega völl, segir Indriði.

Fleiri fréttir