Krían er komin
Við sögðum frá því í gær að farfuglarnir týndust nú í Skagafjörðinn einn af öðrum en að Krían væri ekki komin. Pálmi Jónsson hafði samband við Feyki.is en hann var að keyra í Blönduhlíðinni í gær og sá þá eina Kríu neðan við þjóðveginn nánar tiltekið við Úlfstaði.
Má því ekki segja að vorið og síðan sumarið sé sannarlega komið þar sem Krían er mætt.