Lefsur og kleinur fyrir Noregsfara
Á föstudaginn var haldin kveðjuveisla fyrir einn nemanda í 3. bekk í Árskóla á Sauðárkróki en fjölskylda hans (hennar) heldur senn í víking til Noregs og því var veislan með norskum blæ.
Á borðum voru m.a. lefsur með smjöri og kanil og kleinur. Veðrið lék við veislugesti og að sjálfsögðu var verið úti, enda Norðmenn þekktir fyrir að stunda mikla útivist.