Lifandi tákn jólanna
Á vefnum Í boði nátturunnar segir að Jólastjarna, eða jólarós, (e. Euphorbia pulcherrima) sé án efa frægasta jólaplantan og vinsæll kostur til að skreyta á aðventunni. Fáir vita að jólastjarnan er runnategund upprunninn í Mexíkó. Þar vex hún víða villt og getur orðið yfir fjórir metrar að hæð. Ræktun pottaplöntunnar, sem við þekkjum, fer þó fyrst og fremst fram í gróðrarstöðvum, sem sérhæfa sig í að láta hana blómgast á réttum tíma fyrir jólavertíðina.
Þjóðsaga verður til
Í Mexíkó nefnist jólastjarnan „La Flor de la Nochebuena“ eða blóm hinnar heilögu nætur og ættir hennar má rekja til mexíkanskrar þjóðsögu frá 16. öld. Til eru nokkrar útgáfur af sögunni en í megindráttum fjallar hún um litla fátæka stelpu sem átti ekkert til að færa Jesúbarninu eins og hefð var fyrir í kirkjunni hennar á aðfangadagskvöld. Henni barst þá boð frá engli um að tína grös við vegkantinn á leiðinni til kirkju til að færa Jesúbarninu. Þegar hún lagði grænu grösin við jötuna breyttu þau um lit og urðu fagurrauð. Eins og fyrir kraftaverk varð Jesúbarnið í jötunni umkringt rauðum jólastjörnum en lögun háblaðanna minnti á stjörnu, sem þótti táknrænt fyrir Betlehemsstjörnuna og rauði liturinn fyrir blóð Jesú Krists.
Frá Mexíkó til Bandaríkjanna
Í Bandaríkjunum er jólastjarnan kölluð „Poinsettia“ í höfuðið á Joel Roberts Poinsett, fyrsta sendiherra Bandaríkjanna í Mexíkó, snemma á nítjándu öld. Hann var mikill plöntuáhugamaður, sem heillaðist af jólastjörnunni þegar hann bjó í Mexíkó. Hann flutti með sér sýnishorn til Kaliforníu til að kynna fyrir löndum sínum. Markviss ræktun poinsettiunnar hófst síðan hundrað árum síðar í Bandaríkjunum. Í upphafi tuttugustu aldar hóf Ecke-fjölskyldan að rækta plöntuna á landi sínu nálægt Encinitas í Kaliforníu, í þeim tilgangi að selja fyrir jólin. Markmiðið var að gera poinsettiuna að „lifandi tákni jólanna“ og lagði fjölskyldan mikið á sig við kynningu hennar. Upphaflega voru ræktaðar stórar plöntur, sem klipptar voru niður en smám saman tókst að framrækta hana sem pottaplöntu. Jólastjarnan hefur verið ræktuð af Ecke-fjölskyldunni alla tíð síðan og ræður hún yfir um 70% af jólastjörnumarkaðinum í Bandaríkjunum og um helmingi heimsframleiðslunnar.
Umhirða
Jólastjarnan er mjög viðkvæm fyrir kulda. Því er nauðsynlegt að halda á henni hita á leiðinni heim úr búðinni, svo hún felli ekki háblöðin of snemma. Um leið og heim er komið er gott að vökva hana vel með volgu vatni og losa hana strax úr umbúðum ef henni hefur verið pakkað inn.
Birta
Hún þarf góða birtu og dafnar best í sólríkum glugga.
Vökvun
Best er að vökva oft en lítið í einu. Ekki láta moldina þorna alveg þegar hún er í blóma en passa þarf líka að vatnið komist burt því hún má ekki standa í vatni.
Athuga
Margir halda að jólastjarnan sé eitruð og er illa við að hafa hana á heimilum þar sem lítil börn eða gæludýr eru. Það er ekki alveg rétt. En þó er gott að hafa í huga að mjólkursafinn í blöðunum inniheldur ertandi efni, sem getur valdið útbrotum á húð eða sviða ef hann kemst í snertingu við munn og augu. Ekki er heldur ráðlagt að borða blöðin þótt þau séu ekki hættuleg nema í mjög miklu magni.
Eftir jól
Þegar rauðu háblöðin falla leggst jólastjarnan í dvala. Plantan er ansi harðgerð og ef vel er hugsað um hana þá getur hún lifað í nokkur ár. En það kostar töluverða vinnu og þekkingu að fá hana til að blómgast aftur og varla þess virði nema fyrir mjög áhugasama. Við hin verðum að kaupa nýja jólastjörnu á hverju ári.
Fleiri fréttir
-
Freyr og Jóhanna María Norðurlandameistarar
Þann 22. ágúst sl. var haldið Nordic Kata Open Tournament 2025, Norðurlandamót í Skurup í Svíþjóð. Daginn áður eða nánar tiltekið 21. ágúst, lagði lítill hópur af stað frá Sauðárkróki til að keppa fyrir hönd Tindastóls á þessu Noðurlandamóti.Meira -
Sýnum ábyrgð í umferðinni
Á Skagafjordur.is er að finna þessar ágætu leiðbeiningar í tilefni þess að skólar eru byrjaðir og umferð barna og unglinga því meiri á og við göturnar. „Nú þegar grunnskólar sveitarfélagsins hafa hafið göngu sína að nýju eftir sumarleyfi er vert að vekja athygli á umferðaöryggi barna. Daglega munu börn og ungmenni leggja leið sína út í umferðina - gangandi, hjólandi eða í bílum foreldra og forráðamanna og mikilvægt er að hafa í huga að mörg þeirra eru að stíga sín fyrstu skref sem þátttakendur í umferðinni.Meira -
Startup Landið – tækifæri fyrir frumkvöðla á Norðurlandi vestra
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 25.08.2025 kl. 15.24 siggag@nyprent.isÞað þarf ekki stórt skrifborð eða flókið umhverfi til að hugmynd fæðist – stundum dugar eldhúsborðið. En hvernig breytir maður hugmynd í raunverulegan rekstur? Í haust fá frumkvöðlar á Norðurlandi vestra og víðar tækifæri til að taka fyrsta skrefið í nýju verkefni sem nefnist Startup Landið – viðskiptahraðall landshlutasamtakanna. Umsóknarfrestur stendur til 31. ágúst. Nánar á www.startuplandid.isMeira -
Sinfó í sundi
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning 25.08.2025 kl. 14.55 bladamadur@feykir.isSinfóníuhljómsveit Íslands á 75 ára afmæli í ár og hefur í tilefni af afmælinu boðið upp á fjölmarga viðburði það sem af er ári. Næst á dagskrá hjá sveitinni eru tónleikarnir Klassíkin okkar. Tónleikunum verður ekki aðeins sjónvarpað í beinni útsendingu heldur verða þeir einnig í boði í fjölmörgum sundlaugum landsins undir heitinu Sinfó í sundi.Meira -
Skagfirðingasveit gerir sér glaðan dag
Sagt var frá því fyrr í sumar að björgunarsveitin Skagfirðingasveit komst að því að hún var bara alls ekki að verða 60 ára á árinu heldur nálgast hún hundrað árin - já þið lásuð rétt, hundrað ár. Sveitarfólk kíkti nefnilega í Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og komust þau að því að sveitin var stofnuð árið 1932,en lagðist í dvala um 1953 en var síðar endurreist árið 1965, fyrir 60 árum.Meira