Lummudagar 2010
Lummudagar verða haldnir í Skagafirði í annað sinn helgina 25. - 27. júní samhliða Landsbankamóti Tindastóls. Umsjónarmenn hátíðarinnar í ár eru þeir Ragnar Pétursson og Stefán Friðrik Friðriksson.
Líkt og í fyrra verður Sauðárkrókur jafnt sem dreifbýlið skreytt frá götu til himins og mun litaskipting vera sú sama og þá.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í útimarkaði á Lummudögum eru beðnir að hafa samband við umsjónarmenn daganna.