Lummudagarnir byrjaðir !
Starfsfólk Byggðastofnunar, Íbúðalánasjóðs og kontóristar KS, þjófstörtuðu lummudögunum með stæl á þaki Ártorgs 1 kl. 10 í morgun. Á þakinu voru bakaðar vöfflur og steiktar lummur og var góðgætinu rennt niður með rjóma, sultum og nýlöguðu kaffi. Snillingar bæjarins, Geirmundur Valtýsson og Hilmir Jóhannesson sömdu lag og ljóð fyrir tilefnið.
Sungu veislugestir lummulagið aftur og aftur. Með söngnum voru lummudagar 2010 í Skagafirði formlega settir í gang. Að lokinni veislunni gengu starfsmenn glaðir til starfa sinna.
Textann og myndirnar sendur snillingarnir Magnús og Ágúst.