Markaður í Landsmótsþorpinu um verslunarmannahelgina
Á Unglingalandsmótinu sem haldið verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina verður markaður á laugardeginum, 2. ágúst frá kl. 11:00-16:00 í Landsmótsþorpinu.
Nú er um að gera fyrir bæjarbúa að taka til í bílskúrnum, koma með vörur sem þið eruð að hanna eða annað sem ykkur dettur í hug að selja.
Allir sem ætla að vera með mæta með sitt eigið borð að ógleymdu góða skapinu.
Þeir sem hafa áhuga á því að vera með á markaðnum geta haft samband við Guðbjörgu Óskarsdóttur á netfangið, gudbjorg@fjolnet.is.
Það kostar ekkert að vera með.