Meðalaldur leikmanna Tindastóls - Samantekt
Á heimasíðu Tindastóls hefur Stefán Arnar Ómarsson tekið saman fróðlegar upplýsingar um meðalaldur leikmanna Tindastóls í fótbolta. Þar segir hann m.a. að í gegnum árin hefur Tindastóll sent til leiks fremur ungt lið og varð engin breyting þar á í ár.
Þar segir hann jafnframt að mikill aldursmunur á milli leikmanna hafi einkennt liðið en mjög fáir leikmenn á aldrinum 24-30 ára hafa verið í liðinu. Leikmenn komnir vel yfir þrítugsaldurinn sem hafa rifið meðalaldurinn verulega upp.
Meðalaldur liðsins síðustu ellefu tímabil eða frá árinu 2001 er 23,3 ár, þar sem Saso Durasovic var elsti leikmaðurinn sem spilaði með liðinu árið 2008 en hann var 40 ára það tímabil. Yngsti leikmaðurinn var Rúnar Már þá 14 ára og 323 daga þegar hann spilaði fyrsta leikinn sinn árið 2005. Fannar Freyr Gíslason var 15 ára þegar hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2006 en Bjarni Smári Gíslaon var einnig 15 ára þegar hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2007. Lægsti meðalaldurinn var 21,7 ár, árið 2005, en það ár fell liðið í 3.deild og hæsti meðalaldurinn var árið 2008, 24,9 ár og þá endaði liðið í 6.sæti, 2.deildar.
Hér má sjá listann sem Stefán Arnar tók saman