Mikið um skemmdarverk

Mikið hefur verið um skemmdarverk á leikskóla- grunnskólalóðum á Sauðárkróki að undanförnu en skemmdarverkin lýsa sér aðallega í rúðubrotum.

 Á dögunum var brotinn þakgluggi í nýju húsnæði Ársala og er talið að það tjón hlaupi jafnvel á hundruðum þúsunda króna. Þá hafa verið brotnar rúður í portinu við ný leiktæki Árskóla og eins hefur verið töluvert um rúðubrot við Furukot. Að sögn lögreglu geta sökudólgarnir átt von á háum bakreikning náist til þeirra enda tjónið af skemmdarverkunum farið að hlaupa á hundruðum þúsunda.

Fleiri fréttir