Nú fer hver að verða síðastur að skrá börnin í Vetrar T.Í.M.

Skráningu í Vetrar T.Í.M. í Skagafirði lýkur í dag miðvikudag og eru foreldrar barna sem stunda íþróttir hjá Tindastóli á haustönn hvattir til að ljúka skráningunni sem allra fyrst, svo hægt sé að senda út rukkun. 

 

UMSS hefur óskað eftir því að þau börn, yngri en 18 ára sem eru að æfa og þjálfa hjá  aðildarfélögum sambandsins, verði skráð  inn í T.Í.M. kerfið, óháð því hvort rukkuð eru æfingagjöld eða ekki.  Tilgangurinn er aðeins sá að hafa skráningarnar á einum stað.

Á heimasíðu Svf. Skagafjarðar kemur fram að T.Í.M.kerfið sé hannað til þess að auðvelda foreldrum, þjálfurum, íþróttadeildum og félögum að halda utan um iðkendaskrána.  Með kerfinu er hægt að fylgjast með hvernig árgangar skila sér inn í íþróttir, hvernig skipting er milli kynja, hvenær iðkendum fækkar, hvaða íþróttagreinar sækja í sig veðrið og hverjar þurfa hvatningu. Gagnvart foreldrum gefur það meiri yfirsýn hvað er í boði á frístundasviði í sveitarfélaginu.

Sjá nánar HÉR.

Fleiri fréttir