Nýr afgreiðslubúnaður fyrir Ketilás
Guðlaugur Pálmason fyrir hönd N1 hefur óskað eftir að fá að setja niður afgreiðslubúnað á Ketilási í staðinn fyrir búnað sem er fyrir. Um er að ræða tvöfaldan tank og með öllum öryggisbúnaði eins og reglugerð gerir ráð fyrir til að selja 95 okt bensíni og dísel.
Yrði þetta gert til bráðabrigða vegna lélegs ástands á þeim búnaði sem fyrir er. Var erindi Guðlaugs samþykkt hjá skipulags og byggingarnefnd.