Nýr formaður SSNV kjörinn
Bjarni Jónsson forseti sveitarstjórnar sveitarfélagsins Skagafjarðar var kjörinn formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á 18. Ársþingi samtakana sem haldið var á Blönduósi 27. -28. ágúst s.l.
Aðrir í stjórn voru kjörnir Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði, sem jafnframt var kjörinn varaformaður, Adolf H. Berndsen oddviti sveitarfélagsins Skagastrandar, Ágúst Þór Bragason forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar og Skúli Þórðarson sveitarstjóri í Húnaþingi vestra.