Síðasti Feykir fyrir sumarfrí 31. júlí
Eins og fram kemur í auglýsingu í Sjónhorninu í dag lokar Nýprent vegna sumarleyfa mánudaginn 28. júlí. Síðasti Feykir fyrir frí kemur þó út 31. júlí, en ekki 24. júlí eins og missagt er í auglýsingunni.
Skilafrestur efnis og auglýsinga í það blað er þó í vikunni á undan, eða til fimmtudagsmorguns, 24. júlí. Næsta blað eftir sumarfrí kemur svo út fimmtudaginn 14. ágúst.
Einnig verður efni sett inn á vefinn Feykir.is á meðan á lokuninni stendur. Guðrún Sif Gísladóttir blaðamaður mun standa vaktina og hægt er að ná í hana gegnum netföngin feykir@feykir.is og gudrun@feykir.is.