Skráning í vinnuskóla Skagafjarðar

Búið er að opna fyrir skráningu í Vinnuskóla Sveitarfélagsins Skagafjarðar sumarið 2014. Opið verður fyrir skráningu til og með 23. maí. Vinnuskólinn er ætlaður þeim sem eru að ljúka 7.-10. bekk í grunnskólum og eru því fæddir árin ´98-´01.

Skráning fer fram rafrænt á heimasíðu sveitarfélagsins og Facebook síðu Húss frítímans.

Einnig er hafin skráning í átaksverkefnið V.I.T. þar sem ungmenni fædd ´96 og ´97 geta skráð sig til vinnu. Umsækjendum er úthlutuð vinna þar sem þeir eiga að minnsta kosti að skila 240 vinnustundum yfir sumarið. Daglegur vinnutími skal að lágmarki vera 4-6 vinnustundir.

Í auglýsingu frá sveitarfélaginu eru fyrirtæki sem áhuga hafa á að taka þátt í V.I.T. verkefninu hvött til að senda tölvupóst á hrefnag@skagafjordur.is vegna frekari upplýsinga.

Fleiri fréttir