Skrifstofa UMFÍ 10 ára
Á síðasta föstudag var opið hús fyrir heimamenn, gesti og velunnara ungmennafélagshreyfingarinnar á skrifstofu UMFÍ á Sauðárkróki. Þar gátu áhugasamir komið við og kynnt sér keppnis- og afþreyingardagskrá Unglingalandsmótsins og fagnað um leið 10 ára afmæli skrifstofu UMFÍ.
Skipuleggjendur mótsins tóku vel á móti gestum og buðu upp á kaffi, kökur og djús, auk þess sem krökkunum bauðst að fá andlitsmálningu.