Staða sveitartjóra laus til umsóknar

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar og er falast eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að takast á við krefjandi verkefni.

Stefán Vagn Stefánssonformaður byggðaráðs segir ástæðu þess að ekki hafi verið auglýst fyrr vera þá að ákveðið var að fara þá leið að leita eftir ákveðnum einstaklingum og voru nokkrir kandidatar í sigtinu. –Við fórum okkur hægt í sakirnar því okkur lá svo sem ekkert á. Sú vinna skilaði okkur ekki þeim árangri sem við vonuðumst til og því var farið í að auglýsa nú, segir Stefán Vagn.

Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra í Skagafirði er til og með 30. júlí nk.

Fleiri fréttir