Stefnir að rekstri fimm stjörnu tjaldstæðis

Gunnlaugur Björnsson arkitekt hefur fyrir hönd eiganda jarðarinnar Steintúns í Lýdó sótt um leyfi þess efnis að á jörðinni verði heimilaður rekstur ferðaþjónustu auk hefðbundins búreksturs.

Í umsókninni kemur fram að eigandi jarðarinnar hafi hug á að byggja þar upp 4 – 5 stjörnu tjaldsvæði auk frístundahúsa með tilheyrandi þjónustu. Skipulags- og bygginganefnd Skagafjarðar tók jákvætt í erindi Gunnlaugs á síðasta fundi sínum en óskaði engu að síður eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda varðandi stærð og staðsetningar þess hluta jarðarinnar sem fyrirhugað er að nýta í þessum tilgangi enda sé umsóknin ekki í samræmi við samþykkt en óstaðfest aðalskipulag sveitarfélagsins.

Fleiri fréttir