Stór dagur á Hólum í dag
Prestsvígsla verður í Hóladómkirkju í dag kl. 11:00 f.h. Oddur Bjarni Þorkelsson cand. theol. verður vígður til prestsþjónustu í Dalvíkurprestakalli með aðsetur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Allir eru hjartanlega velkomnir að koma til messunnar.
Klukkan 14:00 verða svo tónleikar í Hóladómkirkju. Alexandra Chernyshova – sópran, Kevin Kees – baritón og Irina Petrik – sópran syngja og Einar Bjartur Egilsson leikur á píano. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Í hádeginu verður hægt að fá súpu og salat á veitingastaðnum Undir Byrðunni á kr 1400.