Tindastóll í efsta sæti
Í dag kláraðist c riðill 3.deildar með nokkrum leikjum en M.fl. Tindastóls karla sat yfir í þessari síðustu umferð. Tindastóll hafði tryggt sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni en ekki lá fyrir hvort liðið hafnaði í fyrsta eða öðru sæti en liðið háði harða keppni við KB.
Tindastóll var með 30 stig eftir tólf leiki en með sigri í dag gat KB jafnað þann stigafjölda og jafnvel komist í fyrsta sætið tækist liðinu að auka markamun sinn aðeins. Hinsvegar lenti KB í basli í dag og náði aðeins jafnfefli gegn Létti. Þetta þýðir að Tindastóll hafnar í fyrsta sæti og leikur gegn Magna á Grenivík í fyrstu viðureign úrslitakeppninnar.
Fyrri leikurinn verður nk. laugardag, 28. ágúst þegar Tindastóll fer á Grenivík en þeir koma síðan á Krókinn á þriðjudaginn 31.ágúst. Þetta er aðeins fyrsta skrefið, því það þarf að komast í gegnum tvö lið til að tryggja sér veru í 2. deildinni að ári.
/Tindastóll.is