Tónleikar í Hofsstaðakirkju föstudaginn 6. júlí

Chalumeaux tríóið ásamt sópransöngkonunni Margréti Bóasdóttur heldur tónleika í Hofsstaðakirkju í Skagafirði föstudagskvöldið 6. júlí 2012 kl. 21.00. 

Hofstaðakirkja er ein af mörgum kirkjum á íslandi sem helgaðar eru Maríu Guðsmóður.  Efnisskráin sem er tæplega klukkustundar löng samanstendur af verkum eftir Pál Ísólfsson, Karl Ottó Runólfsson, Wolfgang Amadeus Mozart og fleiri höfunda.

Chalumeaux trióið er klarínettutríó sem skipað er klarínettuleikurunum Sigurði Ingva Snorrasyni, Kjartani Óskarssyni og Ármanni Helgasyni sem allir hafa tengst Sinfóníuhljómsveit Íslands um áratuga skeið. Chalumeaux er heiti hljóðfæris sem er formóðir klarínettunnar. en tónar klarínettuhljóðfæranna eru mjög keimlík tónum kirkjuorgelsins.

Heimafólk og gestir eru hvattir til að njóta fagurra tóna í þessari einstöku íslensku kirkju á fögrum stað í Skagafirði. Aðgangur  að tónleikunum er ókeypis.

Fleiri fréttir