Uppskeruhátíð yngri flokka í körfubolta
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
12.05.2014
kl. 18.37
Uppskeruhátíð körfuboltadeildar Tindastóls í yngri flokkum verður haldin í íþróttahúsinu á morgun, þriðjudaginn 13. maí, kl. 17:00. Viðurkenningar verða veittar og boðið upp á grillaðar pylsur og safa.
„Allir iðkendur hvattir til að mæta,“ segir í fréttatilkynningu frá Unglingaráði körfuknattleiksdeildar Tindastóls.