Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna komandi sveitarstjórnarkosninga
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hófst við embætti sýslumannsins á Sauðárkróki, Suðurgötu 1, þann 6. apríl s.l. Opnunartími verður aukinn til kjördags 29. maí n.k.
Samkvæmt tilkynningu frá Sýslumanni verður lokað á sunnudögum en annars verður opnunartími sem hér segir:
- Föstudaginn 14. maí kl: 09:00-20:00
- Laugardaginn 15. maí kl: 10:00-14:00
- Mánudaginn 17. maí kl: 09:00-20:00
- Þriðjudaginn 18. maí kl: 09:00-20:00
- Miðvikudaginn 19. maí kl: 09:00-20:00
- Fimmtudaginn 20. maí kl: 09:00-20:00
- Föstudaginn 21. maí kl: 09:00-20:00
- Laugardaginn 22. maí kl: 10:00-14:00
- Mánudaginn 24. maí kl: 10:00-17:00
- Þriðjudaginn 25. maí kl: 09:00-20:00
- Miðvikudaginn 26. maí kl: 09:00-20:00
- Fimmtudaginn 27. maí kl: 09:00-20:00
- Föstudaginn 28. maí kl: 09:00-20:00
- Laugardaginn 29. maí kl: 10:00-14:00
Eftir kl 15:00 ofangreinda daga verður ekki mögulegt að sinna öðrum erindum en kosningum.
Ath. Framvísa þarf persónuskilríkjum