Útivistardagur Árskólabarna
Föstudaginn 3. september sl. var haldinn útivistardagur í Árskóla á Sauðárkróki. Nemendur skólans tóku þátt í ýmsum athöfnum og gerðu sér svo glaðan dag með sameiginlegri grillveislu á lóð skólans.
Í myndasafni skólans er hægt að sjá myndir af þessum skemmtilega degi sem haldinn var í einmuna blíðu.