Vinnustöðvun í grunnskólum á morgun að öllu óbreyttu
Félag grunnskólakennara hefur boðað vinnustöðvun í þrjá daga, 15. maí, 21. maí og 27. maí, vegna kjarabaráttu sinnar. „Við sitjum enn við fundarborðið. Það er ekki búið að ganga frá neinu en við reynum að gera allt sem við getum til að klára þetta fyrir áætlaða vinnustöðvun á morgun,“ segir Ólafur Loftsson, formaður félags grunnskólakennara, í samtali við Mbl.is.
Samkvæmt tilkynningu frá Árskóla þýðir þetta að skólahald fellur niður þessa daga ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma og er fólk beðið um að fylgjast með fréttum í kvöld og í fyrramálið.
Starfsemi Árvistar verður óbreytt verkfallsdagana.