SKINNY LOVE / Birdy

Birdy er fimmtán ára gömul ensk tónlistarkona en 12 ára gömul sigraði hún Open Mic UK tónlistarkeppnina.

Seint á síðasta ári gaf hún út sína fyrstu breiðskífu, Birdy, og meðal laga á henni er Skinny Love sem Bon Iver setti saman. Lagið hrökk inn á topp 20 á enska smáskífulistanum.

Birdy fæddist í Lymington á Englandi 15. maí 1996 og heitir fullu nafni Jasmine van den Bogaerde.

http://www.youtube.com/watch?v=aNzCDt2eidg&ob=av2e

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir