Grásleppuvertíðin hefst á föstudaginn

Grásleppa. Mynd: hafogvatn.is
Grásleppa. Mynd: hafogvatn.is

Það brá til tíðinda þann 22. febrúar þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, und­ir­ritaði reglu­gerð þess efn­is, sem staðgeng­ill mat­vælaráðherra, að flýta grásleppuveiðum. Var þessi ákvörðunin tekin í kjöl­far þess að Landssamband smábátaeigenda sendi beiðni um að flýta upphafsdegi til að ná fyrr inn á markað í Danmörku með grásleppuhrognin. 

Í beiðninni sem LS sendi frá sér segir að „Meg­in ástæða beiðninn­ar er að á und­an­förn­um árum hef­ur markaður fyr­ir fersk grá­sleppu­hrogn í Dan­mörku farið vax­andi. Sam­fara hef­ur út­flutn­ing­ur héðan auk­ist jafnt og þétt og skilað góðu verði til sjó­manna og út­flytj­enda. Markaður­inn er þó enn tak­markaður við tím­ann frá ára­mót­um og fram að pásk­um. Þar sem pásk­ar eru mjög snemma í ár, páska­dag­ur 31. mars, er hætt við að ís­lensk­ir sjó­menn geti ekki nýtt sér eða annað markað fyr­ir fersk grá­sleppu­hrogn hefj­ist vertíðin 20. mars. Auk hrogna frá Íslandi selja dansk­ir og sænsk­ir sjó­menn hrogn sín inn á þenn­an markað,“ sagði í bréf­inu.

Í ár voru því gerðar nokkrar breytingar miðað við í fyrra og byrjar því veiðin 20 dögum fyrr ásamt því að nú er hver lönd­un tal­in sem einn dag­ur og dregst þannig frá sam­felld­um dög­um sem eru 25 talsins á hvern bát. Þá er skylt að draga grá­sleppu­netin upp eigi síðar en tveim­ur sól­ar­hring­um eft­ir að þau eru lögð í sjó. Skulu net dreg­in upp og geymd ef út­lit er fyr­ir að ekki sé hægt að draga næstu tvo sól­ar­hringa. Jafn­framt er óheim­ilt að vera með fleiri net í sjó en svo að hægt sé að draga þau upp í einni veiðiferð.

Í deiglunni er frumvarp um kvótasetningu á grásleppuveiðum en ólíklegt þykir að að frumvarpið fáist afgreitt úr þessu og eru því litl­ar lík­ur á að frum­varpið hafi áhrif á grá­sleppu­veiðar á þessu ári. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir