Gult ástand á landinu í dag

Gul viðvörun vegna veðurs hefur þegar tekið gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og miðhálendið og mun taka gildi síðar á hverjum landshlutanum af öðrum, utan Austfirði sem sleppa alveg að þessu sinni.

Á heimasíðu Veðurstofunnar segir að vaxandi suðvestanátt, 15-23 m/s verði um hádegi, hvassast sunnan- og vestanlands. Skúrir eða slydduél, en þurrt að kalla norðaustanlands, hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Dregur heldur úr vindi í nótt en vestlæg átt 10-18 á morgun, en hægari norðanlands. Víða skúrir eða slydduél en bjart með köflum suðvestan til. Hiti 2 til 8 stig.

Strandir og Norðurland vestra

Um hádegið tekur gula viðvörunin gildi á svæðinu með suðvestan 18-25 m/s með hagl- eða slydduéljum og snörpum vindhviðum við fjöll. Varasamt ferðaveður. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Upp úr miðnætti má svo búast við að ástandið batni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir