Hrafnhildur Ýr í Superbattle
Húnvetnska söngdívan, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, mun verða í eldlínunni í sjónvarpsþættinum Voice í kvöld í Sjónvarpi Símans er hún reynir að slá út mótherja sinn í svokölluðu Superbattle. Hrafnhildur er í liði Sölku Sólar og með sigri kemst hún áfram í þar sem þættirnir eru sýndir í beinni útsendingu.
Búið er að boða til Voice teitis á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga þar sem fylgst verður með einvíginu en spennandi verður að sjá hvernig henni muni reiða af.