Húsfreyjur á Vatnsnesi láta gott af sér leiða

Stjórn Húsfreyjanna á Vatnsnesi sem er kvenfélag á vestanverðu Vatnsnesi afhenti nýlega Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga að gjöf klakavél og fjögur kúruteppi sem eru merkt stofnuninni.

Á meðfylgjandi mynd frá afhendingu gjafanna eru Helga Marteinsdóttir deildarstjóri hjúkrunar- og sjúkradeildar sem veitti gjöfinni viðtöku ásamt stjórn Húsfreyjanna á Vatnsnesi þeim Guðlaugu Sigurðardóttur, Jóhönnu K. Jósefsdóttur og Þóru Þormóðsdóttur.
Húsfreyjurnar afhentu einnig nýlega Verslunarminjasafninu á Hvammstanga 200 þús. króna styrk til endurbyggingar Norðurbrautar fyrstu vegasjoppu á Íslandi.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir