Opnunartími hjá flugeldasölum fyrir þrettándann í Skagafirði
Þeir sem misstu sig í gleðinni á gamláskvöld og skutu upp öllum birgðunum og gleymdu að taka smá til hliðar til að skjóta upp á þrettándanum þurfa ekki að örvænta. Það verður nefnilega opið hjá Skagfirðingasveit á Króknum mánudaginn 6. janúar frá kl. 14-18 og hjá Grettismönnum á Hofsósi sunnudaginn 5. janúar frá kl. 16-20.
Samkvæmt heimildum Feykis var flugeldasalan fyrir gamlás svipuð og fyrri ár hjá Skagfirðingasveit og Grettismönnum en Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð seldi allan sinn flugeldalager og hafa því ekkert til að selja fyrir þrettándan, salan fór sem sagt fram úr björtustu vonum.
Björgunarsveitin Skagfirðingasveit, Björgunarsveitin Grettir og Flugbjörgunarsveit Varmahlíðar þakka kærlega fyrir stuðninginn.