Oríon sigurvegarar í Stíl

Sigurlið Oríon í Stíl 2023. Mynd af Facebook-síðu Samfés
Sigurlið Oríon í Stíl 2023. Mynd af Facebook-síðu Samfés

Félagsmiðstöðin Oríon í Húnaþingi vestra fór með tvö lið á Stíl 2023 sem haldin var í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi þann 21. janúar sl. og gerði sér lítið fyrir og fór annað þeirra með sigur af hólmi.

Stíll er árleg hönnunarkeppni félagsmiðstöðva landsins þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Í ár var þemað gylltur glamúr og komu að þessu sinni 145 unglingar saman í 36 hópum. Það voru þær Ásgerður Ásta Kjartansdóttir, Hrafney Björk Waage, Olga Kristín Karlsdóttir og Valgerður Alda Heiðarsdóttir sem skipuðu sigurliðið.

HÉR er hægt að sjá fjölda mynda frá keppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir