Safna saman upplýsingum í kjölfar óveðurs

Rafmagnslaust varð langtímum saman í Húnaþingi vestra í óveðrinu. Mynd: Facebooksíða Sveitarfélagsins Húnaþings vestra.
Rafmagnslaust varð langtímum saman í Húnaþingi vestra í óveðrinu. Mynd: Facebooksíða Sveitarfélagsins Húnaþings vestra.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra hyggst safna saman upplýsingum um það sem úrskeiðis fór í óveðrinu sem gekk yfir í desember. Tilgangurinn er sá að læra af reynslunni og verða upplýsingarnar meðal annars notaðar til að vinna viðbragðsáætlun fyrir óveður af þeirri stærðargráðu sem desemberveðrið var.

Óskað er eftir upplýsingum um allt tjón, þar með talið búfjár-, eigna-, og girðingatjón.  Einnig er óskað eftir upplýsingum um rafmagnsleysi, fjarskiptaleysi o.s.frv. „Við þurfum að læra af reynslunni og því er einnig óskað eftir ábendingum um hvað betur mátti fara," segir í tilkynningu frá sveitarstjóra Húnaþings vestra þar sem þess er óskað að upplýsingarnar berist sem allra fyrst, eða fyrir lok fyrstu viku í janúar.

Hér má finna skráningarblað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir