Salbjörg Ragna besti leikmaður meistaraflokks kvenna hjá UMFN

Hrútfirðingurinn Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var nýlega valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna í lokahófi meistaraflokka Ungmennafélags Njarðvíkur í körfubolta. Þá hefur Sverrir Þór Sverrisson landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta valið tuttugu manna æfingahóp fyrir Smáþjóðaleikana í lok maí sem fram fara í Lúxemborg.

Salbjörg Ragna er ein af þeim tuttugu sem koma til greina í liðið. Frá þessu var greint á mbl.is og umfn.is/korfubolti, þaðan sem myndin er fengin að láni.

Fleiri fréttir